7. bekkur í Reykjaskóla

Í síðustu viku voru nemendur 7.BS í skólabúðum á Reykjum í Hrútafirði ásamt jafnöldrum sínum í Lundaskóla á Akureyri. Lagt var af stað á mánudegi og komið heim á föstudegi. Markmið skólabúðanna er að gefa nemendum tækifæri til þess að efla leiðtogahæfni og sjálfsmynd sína og vinna með styrkleika og veikleika til þess að bæta félagsfærni sína.
Voru nemendur og kennarar afar ánægðir með ferðina og krakkarnir skóla sínum til sóma.
Gaman er að segja frá því að nokkrir nemendur birtust í fréttaþættinum landanum þar sem fjallað var um Byggðasafni að Reykjum. Sjá hér á 11. mínútu.
Við þökkum skólabúðunum á Reykjum kærlega fyrir góðar móttökur.