Árshátíð Brekkubæjarskóla

Nú er vel heppnaðri árshátíð Brekkubæjarskóla lokið.

Nemendur stóðu sig frábærlega í öllum sínum hlutverkum. Sem fyrr voru nemendur í öllum hlutverkum, ekki bara þeim sem sáust á sviðinu. Öll tæknimál og baksviðsvinna var í höndum nemenda unglingastigs, ásamt því að þeir sinntu gæslu hjá yngri bekkjum með myndarbrag.

Nemendur í 1. -7. bekk komu fram í fjölbreyttum og skemmtilegum atriðum og skein leikgleðin úr hverju andliti. 

Við þökkum kærlega öllum þeim fjölmörgu áhorfendum sem lögð leiðy sína til okkar fyrir komuna. 

Við óskum  ykkur öllum gleðilegra páska. Kennsla hefst á ný miðvikudaginn 12. febrúar.

Hér má sjá myndir af lokaæfingu árshátíðar