Árshátíð Brekkubæjarskóla 2019

Þessa dagana stendur yfir hin stórglæsilega árshátíð skólans. Sýningardagar eru 2., 3. og 4. apríl og verða almennar sýningar alls fimm talsins. Að vanda verður boðið upp á fjölbreytt atriði frá nemendum á öllum aldri og stendur hver sýning í rétt rúmlega eina klukkustund. Sýningartímar eru klukkan 17:30 og 19:30 og dagskrána má sjá með því að smella á þennan tengil.