Bjössi lestrarbangsi

Nú geta nemendur og starfsfólk skólans komið og lesið fyrir hann Bjössa bangsa á bókasafninu. Emil Már, sem er nemandi við skólann, kom færandi hendi í vikunni með Bjössa ásamt lestrarblaðinu og gaf bókasafninu. Þetta er að fyrirmynd verkefnisins, Lesið fyrir hundinn, sem hefur verið starfrækt með góðum árangri víðs vegar á bókasöfnum. Bjössi bangsi er kærkomin viðbót
á bókasafnið. Takk fyrir okkur!