Brekkósprettur - úrslit og myndir

Föstudaginn 5. október fór hinn árlegi Brekkósprettur fram í blíðskaparveðri. Nemendur og starfsmenn skólans hlupu þá 1,4 km langan hring í nágrenni skólans og reyndu að komast sem flesta hringi á tæpum klukkutíma. Eftir hvern hring fengu hlaupararnir teygju um úlnliðinn til staðfestingar og eftir hlaupið voru taldar saman teygjurnar úr hverjum árgangi fyrir sig. Sá árgangur sem fékk hlutfallslega flestar teygjur og hljóp þar af leiðandi flesta hringi var 7. BS en krakkarnir þar hlupu að meðaltali 4,7 hringi. Þess má geta að sá árgangur vann Brekkósprett líka síðast þannig að greinilegt er að það eru margir fræknir hlauparar í 7. bekk.  Myndir frá hlaupinu má sjá með því að smella hér.