Breyting á skipulagi skólastarfs frá 7. desember

Við finnum að það er komin þreyta í alla og eftir hádegis skóladagurinn reynist nemendum erfiður.

Við ætlum því að breyta frá og með mánudeginum 7. desember og teljum okkur geta gert þessar breytingar út frá sóttvarnarsjónarmiði. Ef það verður létt á einhverju varðandi grunnskólana 9. desember verða mögulega gerðar breytingar hjá okkur.

Það verða ekki kenndar íþróttir, sund eða list og verkgreinar vegna sóttvarna.

Nemendur á öllum stigum mega blandast á göngum, í anddyrum og á skólalóð en nemendur á unglingastigi þurfa að vera með grímur.

Breytingin felst í því að við ætlum að láta alla mæta að morgni í skólann og er þetta því einungis breyting fyrir nemendur í 5. – 10. bekk. Þeir nemendur verða einungis til hádegis til að hægt sé að þrífa allan skólann og sótthreinsa fyrir næsta dag.

Skipulagið lítur þá svona út:

1.-4. bekkur:

  • Óbreytt stundaskrá eins og verið hefur. Fullur skóladagur en skerðing á hefðbundnu námi (íþr., sund, list og verk).

5. bekkur:

  • Nemendur mæta kl. 8:10 og eru í skóla til hádegis.
  • Hefðbundnar frímínútur að morgni.
  • Nemendur fara í hádegismat og heim eftir hann.
    • Fyrri hópur fer í mat kl. 12:05 og svo heim.
    • Seinni hópur fer í mat kl. 12:15 og svo heim.

6. og 7. bekkur:

  • Nemendur eru í skóla frá 8:10 til 11:55.
  • Hefðbundnar frímínútur að morgni.
  • Fá ekki hádegismat vegna fjöldatakmarkana í matsal.

8.-10. bekkur:

  • Nemendur eru í skóla frá 8:30 -12:30.
  • Nemendur 8. – 10. bekkjar mega ekki blandast í frímínútum og geta þar af leiðandi ekki notað setustofuna eða verið frammi á gangi í frímínútum.
  • Fá ekki hádegismat vegna fjöldatakmarkana í matsal.
  • Áfram grímuskylda og tveggja metra regla.

Við viljuml líka benda ykkur á þennan fund sem er öllum opinn.

Upplýsingafundur sveitarfélaga og Rannsókna og greiningar um líðan ungmenna og aðgerðir á tímum COVID-19 miðvikudaginn 9. desember kl 14:00 til 15:00.

https://rannsoknir.is/foreldrahlutverkid/

Að lokum viljum við þakka ykkur fyrir skilninginn og samstöðuna á þessum undarlegu tímum.