Breyting á skóladagatali

Ákveðið var á fundi Skóla- og frístundaráðs sl. þriðjudag að heimila grunnskólunum að færa dagskrána sem átti að vera 20. desember fram í vikuna á undan.
Þetta er gert til að koma í veg fyrir að nemendur verði í sóttkví yfir jólin ef upp kemur smit í skólanum.

Litlu jólin áttu að vera 20. desember sem er skertur dagur, og mæting nemenda í u.þ.b. tvær klukkustundir. Þessar tvær klukkustundir færast þá til og  bætast við einn dag í næstu viku. 

Skipulagið verður þá svona í næstu viku:


1.-4. bekkur:

  • Miðvikudagur 15. desember; skóladagur til kl. 15:20.
  • Allir aðrir dagar hefðbundnir og stofujól í bekkjum á skólatíma föstudaginn 17. desember.


5.-6. bekkur:

  • Þriðjudagur 14. desember; skóladagur til kl. 15:10.
  • Allir aðrir dagar hefðbundnir og stofujól í bekkjum á skólatíma eftir hádegi föstudaginn 17. desember.


7. bekkur:

  • Það er hefð fyrir því að litlu jól 7. bekkjar séu kvöldskemmtun og ball og við ætlum ekki að breyta því.
  • Allir dagar í næstu viku verða því samkvæmt stundaskrá. Nemendur 7. bekkjar mæta að auki kl. 17:00 í skólann á fimmtudaginn til að halda sína jólaskemmtun.


8.-10. bekkur:

  • Miðvikudagur 15. desember; skóladagur til kl. 15:15.
  • Allir aðrir dagar hefðbundnir og stofujól í bekkjum á skólatíma eftir hádegi föstudaginn 17. desember.