Allir lesa á alþjóðadegi læsis; Skorum á Grundaskóla

Alþjóðadagur læsis fer fram fimmtudaginn 8. september næstkomandi og þá munu allir nemendur og starfsfólk í Brekkubæjarskóla bresta í lestur. Lestrarstundin Allir lesa fer fram kl. 8.20-8.40 og hvetjum við foreldra og aðra aðstandendur til að koma og lesa með okkur. Slagorð dagsins á bókasöfnum landsins er "Lestur er bestur á öllum tungumálum" og af því tilefni hvetjum við til lesturs á ólíkum tungumálum eins og hver og einn hefur getu til.
 
Í tilefni þess að skólinn er opinn foreldrum og öðrum gestum bjóðum við fjölskyldum nemenda sérstaklega að koma í Brekkubæjarskóla, með bók í hönd og taka þátt í lestrarstundinni.
 
Jafnframt skorum við í Brekkubæjarskóla á nemendur og starfsfólk í Grundaskóla að taka þátt í lestrarstundinni Allir lesa á Alþjóðadegi læsis.
 
Það er gaman að lesa.