Áríðandi tilkynning vegna lokunar

Vegna fjölda smita á Akranesi hefur eftirfarandi tilkynning verið send út á vef Akraneskaupstaðar:
,,Í ljósi kringumstæðna í samfélaginu, þar sem fjöldi starfsmanna Akraneskaupstaðar er smitaður eða er í sóttkví hefur bæjarráð tekið ákvörðun um að á morgun föstudaginn 5. nóvember mun öll starfsemi falla niður í leikskólum, grunnskólum, tónlistarskóla og frístundastarfi bæjarins.
Vegna þess hve fáliðað er í stofnunum okkar vegna smita og sóttkvíar verður lágmarks starfsemi það sem eftir er dagsins í dag og eru foreldrar beðnir um að gera ráðstafanir til þess að sækja börn sín um hádegi í dag ef þess er nokkur kostur. Ef foreldrar hafa ekki tök á vegna vinnu sinnar að sækja ung börn sínum hádegi þá verður það leyst.
Eldri börn grunnskólanna verða send heim um hádegi.
Allar íþróttaæfingar á vegum félaga innan ÍA falla niður í dag og fram yfir helgi.
Með von um að með samstöðu náum við að stoppa úrbreiðslu smita í samfélaginu."
 
Við ætlum að hafa þetta þannig dag, 4. nóvember, í Brekkubæjarskóla:
* Nemendur 1. - 4. bekkjar borða kl. 11:30 og fara síðan upp í stofurnar sínar. Við biðjum ykkur að koma þangað til að sækja börnin ykkar og vera með grímur og annað hvort með hanska eða sótthreinsa hendur vel áður en þið komið inn.
* Nemendur í 5. - 10. bekk borða hádegismat og fara svo heim.