Bókastjörnur Brekkó

Þann 2. desember var haldin í fyrst sinn keppnin Bókastjörnur Brekkó meðal unglinganna hér í skólanum. Það hefur myndast sú hefð við skólann að halda spurningakeppnina Bókaormar Brekkó í 4. - 7. bekk og kom ósk frá nemendum á unglingastigi að taka sambærilega keppni upp í 8. - 10. bekk. Keppnin var með aðeins öðru sniði en Bókaormarnir þar sem nemendum var boðið að skrá sig til leiks þvert á árganga og voru þrír í liði. Þrjú lið skráðu sig til keppni og mættu þau til leiks á skólasafnið. Á meðan fylgdust samnemendur og starfsfólk með í gegnum fjarfundabúnað og gátu tekið þátt að gamni ef þau vildu þar sem Kahoot forritið var notað til leiks.

Eftir skemmtilega keppni fóru leikar svo að Bókastjörnur Brekkó árið 2021 eru þær Anna Valgerður, Lilja Petrea og Hrefna Rún, en þær eru allar í 9.bekk. Við óskum þeim innilega til hamingju með sigurinn.