Bólufreðinn og sultuslakur - fræðslufundur í Tónbergi

Brúin, samstarfshópur um forvarnir á Akranesi í samstarfi við minningarsjóð Einars Darra, býður upp á fræðslu fyrir foreldra barna og ungmenna í Tónbergi mánudaginn 26. nóvember klukkan 18:00. Guðrún Dóra Bjarnadóttir geðlæknir fer yfir misnoktun kannabis og lyfseðilsskyldra lyfja, lyfjamenningu, viðhorf og ástæður misnotkunar slíkra lyfja. Farið verður yfir þau úrræði sem í boði eru.

Frítt inn og hvetjum við alla foreldra til að mæta!