Brekkósprettur á föstudaginn

Skólahlaup Brekkubæjarskóla, Brekkósprettur fer fram á föstudaginn. Upphitun hefst fyrir framan íþróttahúsið við Vesturgötu kl. 9:00.

Í Brekkósprett er hlaupinn hringur sem er upp Vesturgötu að Esjubraut, Esjubraut á Kalmansbraut, niður Kalmansbraut og Kirkjubraut að Merkurgerði. Þar er hlaupið niður að Vesturgötu og að skóla. Hlaupið og gengið eins marga hringi og hægt er til klukkan 10:00.

Á helstu gatnamótum verða starfsmenn til að aðstoða ef þörf krefur.

Foreldrar og aðrir aðstandendur eru velkomnir hingað til að taka þátt í Brekkósprett með okkur.