Brekkótíðindi

Þetta fréttabréf var sent heim til allra foreldra og forráðamanna fyrir helgi. Í því er stiklað á stóru yfir það sem hefur verið í gangi í skólanum upp á síðkastið. 

Í því er m.a. sagt frá: 

 Þemadegi: 

Síðasta kennsludag fyrir vetrarfrí var þemadagur hjá okkur.

Þá vorum við öll að vinna með dygð annarinnar sem er ábyrgð auk þess sem nemendur tóku þátt í að velja þær dygðir sem við munum vinna með í skólanum í framtíðinni.

 Allir lesa: 

Alþjóðadagur læsis var 8. september og héldum við í hefðina og buðum gestum að taka þátt í Allir lesa með okkur. Það var gaman að sjá foreldra, afa og ömmur og aðra aðstandendur streyma inn í skólann í upphafi dags og lesa með okkur.

 Brekkósprettur

Skólahlaupið okkar, Brekkósprettur, var 20. september. Brekkósprettur er hlaupinn á hverju ári og er gaman að sjá nemendur og starfsmenn hlaupa eða ganga saman. Brekkubæingar láta ekkert stoppa sig og fótbrot kemur ekki í veg fyrir að nemendur taki þátt í skólahlaupi!

 Þetta og ýmislegt fleira má lesa um í fréttabréfi sem nálgast má með því að smella hér.