Forseti öldungardeildar Póllandsþings í heimsókn

Þann 11. nóvember var þjóðhátíðardagur Póllands. Af því tilefni kom forseti öldungadeild pólska þingsins í heimsókn í Brekkubæjarskóla og heilsaði upp á nemendur af pólskum uppruna.  

Líkt og sagt var frá í frétt á heimasíðu skólans hófst í haust pólskukennsla fyrir nemendur af pólskum uppruna. Sú kennsla hefur farið vel af stað og hafa nemendur til að mynda flutt atriði á pólsku á morgunstund auk þess að leggja rækt á tungumálið.  

Verkefnið hefur vakið athygli. Við sögðu nýlega frá því að sendiherra Póllands á Íslandi hefði heimsótt skólann ásamt eiginkonu sinni – og góðir gestir halda áfram að heiðra skólann með nærveru sinni. 

Forseti öldungardeild Póllandsþings ásamt Gabriella Morawska-Stanecka, þingkonu í Póllandi heimsóttu skólann og sögðu við það tilefni að mikilvægt væri að pólsk yfirvöld styddu við verkefni á borð við pólskukennslu í Brekkubæjarskóla.  

Við þökkum fyrir þessa góðu heimsókn.