Fræðslu- og vinnufundur nemendaráðs

Miðvikudaginn, 18. janúar, og mánudaginn, 23. janúar, fór fram fræðslu- og vinnufundur nemendaráðs í Þorpinu.

Tilgangur fræðslunnar var að efla nemendaráðið í sínu lýðræðislegu hlutverki og fá nemendur með í virka samvinnu um aukið nemendalýðræði í Brekkubæjarskóla og á Akranesi öllu.

Í fyrra hluta fræðslunnar fengu nemendur upplýsingar um, lýðræðislegt hlutverk nemendaráðs, stöðu þess í stjórnsýslunni og í barnvænu sveitarfélagi og ábyrgð ráðsins gagnvart nemendum skólans o.fl.

 Í seinni hluta fóru nemendur svo í markvissa vinnu við það að finna svör við spurningum eins og: Hvað skiptir nemendur í Brekkubæjarskóla máli? Hvaða mál vilja nemendur hafa meiri áhrif á og hvernig? Hvernig er samvinna fullorðinna og barna í Brekkó háttuð og hvernig ætti samvinnan að vera? Hvernig getur nemendaráðið verið góður fulltrúi allra barna í Brekkó? Hvaða leiðir eru færir til að auka nemendalýðræði í Brekkó, o.fl.

Unnið verður með niðurstöður vinnufundarins í áframhaldandi vinnu innan sérstakrar nefndar sem innan nemendaráðs. Sú nefnd mun að lokum leggja til breytingar og þróunarverkefni við skólaráð Brekkubæjarskóla og öllum þeim sem koma að málum nemenda. 

Umsjón með fræðslunni höfðu Heiðrún Janusardóttir, verkefnastjóri æskulýðs- og forvarnamála, Ívar Orri Kristjánsson, deildarstjóri í Þorpinu, Ruth Jörgensdóttir Rauterberg, verkefnastjóri um nemendalýðræði í Brekkó og Auður Freydís Þórsdóttir, umsjónarmaður félagsmála í Brekkó.