Gjöf frá Kiwanis

Í dag fengu nemendur 1. bekkjar góða gesti í heimsókn. Félagarnir Pétur og Halldór komu færandi hendi fyrir hönd Kiwanisklúbbsins á Akranesi og með þeim í för var Hildur Karen kennari við Fjölbrautaskólans á Akranesi. Hildur Karen fræddi börnin um mikilvægi hjálmanotkunar og fór yfir hvernig þarf að stilla hjálmana svo þeir virki sem allra best. Að lokum fengu allir hjálm, buff og endurskinsmerki að gjöf frá Kívanisklúbbnum.

Við þökkum kærlega fyrir þessa góðu og mikilvægu gjöf.