Hátónsbarkinn 2021

Söngkeppni Arnardals og grunnskólanna, Hátónsbarkinn,  fór fram föstudagskvöldið 16. apríl og það fyrir luktum dyrum þetta árið.
Þar komu fram nemendur úr unglingadeildum Brekkubæjar- og Grundaskóla og sungu lög þeir sem þeir hafa æft að undanförnu. Dómnefnd valdi síðan þá þrjá söngvara sem þóttu skara fram úr og munu þeir keppa fyrir hönd Arnardals í söngkeppni SamVest núna á  miðvikudaginn.
Niðurstaðan varð sú að Hátónsbarkinn 2021 er Hanna Bergrós Gunnarsdóttur úr Brekkubæjarskóla, í öðru sæti var Rakel Helga Harðardóttir úr Brekkubæjarskóla og í þriðja sæti Sylvía Þórðardóttir úr Grundaskóla. Þessar þrjár efnilegu söngkonur munu því fara í Grundarfjörð á miðvikudaginn og taka þar þátt í söngkeppni SamVest ásamt öðrum söngfuglum af Vesturlandi. Sigurvegarinn úr þeirri keppni mun svo fara á stóra sviðið; Söngkeppni SAMFÉS sem verður haldin á næstunni.