Hurðaskreytingakeppni

Í desember á hverju ári er haldin hurðaskreytingakeppni í 8. - 10. bekk. Þá skreytir hver bekkur hurðina að sinni kennslustofu eftir öllum kúnstarinnar reglum og að sjálfsögðu er um jólaskreytingar að ræða. Sérvalin dómnefnd tekur síðan verkin út og velur fallegustu hurðina og frumlegustu hurðina. Að venju voru allar hurðirnar glæsilega skreyttar og mikil hugmyndavinna að baki listaverkunum. Í ár var það svo 8. B sem hlaut viðurkenningu fyrir fallegustu skreytinguna og 9. B hlaut viðurkenningu fyrir frumlegustu hurðina.  Sjá má allar jólahurðirnar hér.