Jólabókakynningar

Það hefur verið hefð hér í skólanum að síðustu vikurnar fyrir jól koma allir nemendur skólans á bókasafnið. Ljósin eru slökkt, kveikt á kertum og nemendur og kennarar slaka aðeins á, sumir jafnvel dotta. Síðan eru nokkrar nýjar bækur kynntar fyrir nemendum, lesið upp úr þeim og sagt frá efni þeirra. Einnig kynna tveir nemendur úr hverjum árgangi eina af nýju bókunum sem þeir hafa lesið.

Tilgangurinn með þessu er auðvitað sá að vekja áhuga krakkanna á bókum og fá þá til að lesa og jafnvel að biðja um bók í jólagjöf.

Á dögunum fengum við einnig rithöfundana Gunnar Helgason og Kristínu Helgu Gunnarsdóttur til að lesa upp úr nýjustu bókunum sínum. Myndir frá upplestrinum á bókasafninu og heimsóknum rithöfundanna má sjá hér. 

Foreldrar/forráðamenn !!

Lesið fyrir og með börnunum ykkar og látið þau lesa fyrir ykkur. Það er fátt notalegra en að kúra saman í jólafríinu og lesa skemmtilega bók