Keppni í stafsetningu

Í tengslum við Dag íslenskrar tungu 16.nóvember, var haldin stafsetningarkeppni á unglingastigi Brekkubæjarskóla. 6 lið tóku þátt í keppninni auk gestaliðs frá starfsmönnum. Keppt var með útsláttarfyrirkomulagi þannig að það lið sem stafsetti ekki rétt datt út í þeirri umferð. Keppnin var hörkuspennandi og skemmtileg.  Sigurvegari varð lið 10.bekkjar sem var skipað þeim Þresti, Armandas og Öddu Steinu. Þau fengu í verðlaun gjafabréf á Galito. Til hamingju öll og takk fyrir skemmtilega keppni!