Kynning landverndar

Þriðjudaginn 9. maí kom Ósk Kristinsdóttir starfsmaður Landverndar í heimsókn í Brekkubæjarskóla. Ósk vinnur hjá Landvernd sem sérfræðingur Skóla á grænni grein og var komin til okkar til að veita nemendum í 4.-9. bekk fræðslu um Grænfánaverkefnið.  Einn liður í því að flagga Grænfánanum er að nemendur myndi umhverfisnefnd sem starfar samhliða umhverfisnefnd starfsfólks. Ósk kynnti þetta verkefni vel fyrir nemendum og vakti neista hjá ansi mörgum. Nemendur á mið-og unglingastigi munu sitja í umhverfisnefnd nemenda. Fyrir skólalok verður nefndin skipuð og mun taka til starfa á nýju skólaári.

Við hlökkum mikið til þessa samstarfs við áhugasama nemendur um umhverfismál og þökkum Ósk kærlega fyrir komuna.

Myndir af kynningunni  má sjá hér