Lestrarkeppni grunnskóla

Verkefnið Samrómur er í fullum gangi en þar er verið að safna upptökum af lestri frá fólki á öllum aldri til að nýta til að forrita tölvur og tæki til að skilja íslensku. Núna stendur yfir lestrarkeppni grunnskóla þar sem nemendur keppast um að lesa sem mestan fjölda setninga inn á vefsíðuna www.samromur.is. Með því að smella á „Taka þátt“ getur fólk lesið upp nokkrar setningar og lagt sína rödd af mörkum. Við viljum sérstaklega hvetja fólk sem hefur íslensku sem annað mál að taka þátt.