Litlu jólin

Föstudaginn 20. desember verða litlu jólin í Brekkubæjarskóla. Nemendur mæta sem hér segir:

  • 1. - 3. bekkur mætir í stofur klukkan 9:15. Dagskrá verður lokið um klukkan 11:30.
  • 4. - 6. bekkur mætir í stofur klukkan 8:20. Dagskrá verður lokið um klukkan 10:30, nema hjá 4. bekk sem sýnir helgileikinn á litlu jólum 1. - 3. bekkjar og verða því lengur.
  • 8. - 10. bekkur mætir í stofur klukkan 9:30. Dagskrá verður lokið um klukkan 11:00.
  • 7. bekkur heldur sín litlu jól að kvöldi 19. desember. Mæting í stofur klukkan 18:00 og dagskrá lýkur um klukkan 19:30.

Allri dagskrá þann 20. desember verður lokið klukkan 11:30 og þá eru nemendur komnir í jólafrí.

Athugið að Frístund er lokuð þennan dag en opnar aftur þegar nemendur koma úr jólafríi þann 6. janúar.