Litlu jólin 18. desember

Föstudaginn 18. desember verða litlu jólin haldin hátíðleg í Brekkubæjarskóla. Af ástæðum sem þarf ekki að nefna verða þau með öðruvísi sniði í ár en venjulega. Ekki verður safnast saman í salnum heldur mun hver nemendahópur halda sín litlu jól í kennslustofum. Mæting á litlu jólin er klukkan 9:30 hjá 2. - 10. bekk en 1. bekkur mætir klukkan 9:00., Dagskrá er lokið klukkan 11:00 hjá öllum. Þá eru nemendur komnir í jólafrí til 5. janúar. 

Frístund er lokuð föstudaginn 18. desember.