Mín framtíð

Nemendur úr 9. og 10. bekk fóru í morgun á viðburðinn Mín framtíð 2023 í Laugardalshöllinni. Þar fór fram Íslandsmót iðn- og verkgreina þar sem 22 faggreinar kepptu og 10 greinar til viðbótar kynntu sig. Eins voru 30 framhaldsskólar með kynningu á sínum skóla. Á mörgum básum gátu þau prófað að leysa verkefni eða þrautir.
Markmiðið er að gefa nemendum tækifæri til að kynna sér ólíkar starfsgreinar og námsframboð framhaldsskólanna. 
Þetta er mjög metnaðarfullt og fjölbreytt. Krakkarnir sýndu mikinn áhuga og voru ánægð með ferðina. 
Á laugardaginn verður fjölskyldudagur þá er keppni og kynning opin almenningi.