Nemendaráð kynnir hugmyndir sínar á starfsmannafundi

Nemendaráð Brekkubæjarskóla hefur undanfarið verið að þróa hugmyndir um hvað þau geti lagt af mörkum til þess að bæta líðan nemenda í skólanum. Við höfum verið í miklu þróunarstarfi með nemendalýðræði og gætt þess að nemendur fái að leggja sitt af mörkunum í öllu skólastarfi og er þessi vinna liður í því verkefni.

Í dag mættu fulltrúar nemendaráðs á starfsmannafund og kynntu þær hugmyndir sem þau langar að hrinda í framkvæmd.

Sem dæmi um hugmyndir má nefna:

  • Vera með leiki í frímínútum fyrir nemendur á yngsta stigi.
  • Koma sem spjallarar í bekki á yngsta stigi til þess að nemendur kynnist unglingum og viti að það sé hægt að leita til þeirra.
  • Skipuleggja viðburði fyrir nemendur miðstigs t.d. klúbbastarf og böll.
  • Koma upp hugmyndakassa fyrir miðstig.
  • Virkja vinabekkjastarf innan skólans og mögulega breyta núverandi fyrirkomulagi.
  • Koma að skipulagi viðburða og fræðslu t.d. á vordögum og viku 6.
  • Koma að uppsetningu líðankönnunar
  • Halda bekkjarfundi og tryggja að reglurnar séu þær sömu hjá öllum bekkjum.

Áður höfðu þau einnig kynnt hugmyndir sínar fyrir skólaráði og verður spennandi að fylgjast með hugmyndum þessara öflugu unglinga þróast og verða að veruleika.