Nemendur Brekkubæjarskóla á vel heppnuðu Barnaþingi

Dagana 2. og 3. nóvember var haldið barna -og unglingaþing á Akranesi.  Á barnaþingi koma börn og unglingar á Akranesi saman og ræða um það sem skiptir þau máli. Þau fá tækifæri til að segja sína skoðun og hvað þeim finnst um Akranes og það sem er gert fyrir börn og unglinga á Akranesi.  

Barnaþing fór fram í tveimur hlutum; nemendur miðsstigs mættu á annað þingið en nemendur unglingstigs á hitt. Átta nemendur úr hverjum árgangi á mið- og unglingastigi sóttu þingið fyrir hönd Brekkubæjarskóla. Fundarstjórn var í höndum ungmennaráðs Akraness þar sem Brekkubæjarskóli á einnig fulltrúa. 

 Á þinginu ræddu börnin saman í hópum um eftirfarandi málefni: skólamál, tómstundamál, félagsmál og íþróttir, umhverfis- og skipulagsmál, forvarnir og upplýsingarmiðlun til barna. Einnig ræddu börnun um hvernig "draumabærinn Akranes" ætti að vera.

Ungmennaráð mun svo fara með niðurstöður barnaþings á bæjarstjórnarfund unga fólksins sem haldinn verður þann 15. nóvember. 
Við hvetjum alla til þess að mæta eða hlusta á þennan bæjarstjórnarfund og kynna sér málefnin sem unga fólkið okkar hefur fram á að færa.