Nemendur fá tölvur til umráða

Nemendur níunda og tíunda bekkjar fá tölvur 

Bæjarráð Akraneskaupstaðar ákvað í haust að kaupa fartölvur til afnota fyrir nemendur unglingastigs í grunnskólunum á Akranesi. Fyrstu tölvurnar bárust í dag og er mikil spenna á meðal nemenda vegna þeirra.  

Þessi tölvukaup er stórt skref í að tæknivæða skólastarf í Brekkubæjarskóla. Hver nemandi hefur nú fartölvu til umráða til að vinna verkefni á. Með þessari tölvuinnleiðingu aukast ennfremur leiðir nemenda til að nálgast og vinna viðfangsefni sín.  

Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd var mikil spenna hjá fyrstu nemendunum sem fengu tölvur í morgun.