Niðurstöður líðankönnunar

Hin árlega líðankönnun skólans var lögð fyrir nemendur í 3.-10.bekk í vor.  Þar kom fram að um 80% nemenda líður mjög vel eða vel í skólanum og 16% hvorki vel né illa. Þá segjast 95% nemenda eiga einn eða fleiri góða vini í skólanum. Um 10% nemenda segja að þeir hafi verið lagðir í einelti í skólanum. Þegar þau eru spurð hvað sé gert við þau nefna þau helst að  vera uppnefnd, lamin eða kýld og algengustu staðirnir eru fótboltavöllurinn og frímínútur.                                                                                                  

Búið er að kynna niðurstöður fyrir nemendum og starfsfólki skólans, og eins fengu árgangateymin ítarlegri en  ópersónugreinanlegar niðurstöður til að vinna með. Teymin fóru í vinnu/umræður með nemendum eftir kynningarnar í bekkjunum. 

Við viljum benda ykkur á að ef þið hafið grun um að einhver sé lagður í einelti þá er hægt að tilkynna það á þar til gerðum  eyðublöðum sem hægt er að nálgast hér á heimasíðunni og hjá starfsfólki skólans.