Ný forysta nemendafélaga grunnskólanna

Lokaball grunnskólanna á Akranesi var haldið í gær. Hefð er fyrir því að á lokaballinu sé tilkynnt um hverjir hafi verið kjörnir formenn og varaformenn nemendafélaganna fyrir næsta skólaár. Engin breyting varð á því í gær og hér má sjá þær stúlkur sem munu gegna þessum mikilvægu embættum næsta vetur. Þær heita:

  • Snædís Lilja Gunnarsdóttir varaformaður Nemendafélags Brekkubæjarskóla.
  • Friðmey Ásgrímsdóttir varaformaður Nemendafélags Grundaskóla.
  • Kimberly Tómasdóttir formaður Nemendafélags Brekkubæjarskóla.
  • Marey Edda Helgadóttir formaður Nemendafélags Grundaskóla.