Nýsköpunarsmiðja í 1. og 2. bekk

Nemendur í 1. og 2. bekk hafa verið að vinna í umhverfis- og nýsköpunarsmiðju að undanförnu og eru verkefni þeirra nú til sýnis á ganginum hjá bókasafninu. Krakkarnir unnu þrenns konar verkefni í smiðjunni; skálar úr gömlum dagblöðum og tímaritum, hugmyndavinnu þar sem finna átti lausnir á því sem þeim finnst vanta í skólann og leikföng úr ,,rusli".

Það vantar ekkert upp á sköpunargleðina og frumleikann í verkefnum krakkanna og hér má sjá myndir frá sýningunni.