Pangea stærðfræðikeppnin

Úrslit Pangeu 2020 vorum haldin á miðvikudaginn var, 30. september, eftir að þeim var frestað síðasta vor vegna kórónuveirufaraldursins. Af sömu ástæðum var úrslitakeppnin frábrugðin úrslitum síðustu ára. Ekki var hægt að safnast saman í Menntaskólanum við Hamrahlíð en í staðinn þreyttu 86 þátttakendur prófið á skólatíma í sínum skólum víðs vegar um landið eftir að hafa komist í gegnum tvær undankeppnir. Alls voru 3712 nemendur úr 8. og 9. bekk skráðir til leiks úr 70 skólum sem er metþátttaka! 

Einn af fulltrúum Brekkubæjarskóla komst í úrslit og lenti í 13. sæti í sínum aldursflokki, en það er hann Ísak Emil Sveinsson. Við óskum honum innilega til hamingju með þennan frábæra árangur. 

Heimasíða Pangea stærðfræðikeppninnar.