Sendiherra Póllands í heimsókn

Nú í haust hefst pólskukennsla fyrir nemendur með pólsku að móðurmáli í Brekkubæjarskóla. Af því tilefni kom Gerard Pokruszynski, sendiherra Póllands á Íslandi ásamt eiginkonu sinni, Margherita Bacigalupo-Pokruszyńska í heimsókn í skólann.  

Monika Joanna Górska hefur tekið til starfa við Brekkubæjarskóla. Hún mun sinna móðurmálskennslu fyrir nemendur með pólsku að móðurmáli. Í skólanum eru í kringum þrjátíu nemendur sem munu koma til með að nýta sér pólskukennslu. 

 Í tilefni þess kom sendiherra Póllands á Íslandi í heimsókn í skólann ásamt eiginkonu sinni. Færðu þau skólanum lestrar- og vinnubækur á pólsku sem munu nýtast við kennsluna. Við færum sendiherra okkar innilegustu þakkir fyrir heimsóknina.  

Þetta er spennandi viðbót við kennsluna í Brekkubæjarskóla og verður gaman að fylgjast með framhaldinu.