Síðustu dagar skólaársins

Mánudagur 4. júní - karnival á skólalóðinni, skrúðganga og útskrift 10. bekkinga:

  • Mæting í skólann klukkan 8:10. 
  • Klukkan 9:15 fer skrúðgangan af stað frá skólanum og genginn verður stuttur hringur um nágrenni skólans.  Eftir skrúðgönguna verður síðan heljarinnar karnival á skólalóðinni ( eða í íþróttahúsi ef veðrið verður leiðinlegt ). Um klukkan 11:00 verða svo borðaðar grillaðar pylsur og eftir það er skóladegi nemenda lokið.  Þetta er síðasti dagurinn sem opið er í Frístund.
  • Útskrift nemenda úr 10. bekk fer fram í sal FVA klukkan 19:00.

Þriðjudagur 5. júní - skólaslitadagur:

  • Mæting í stofur klukkan 9:30.
  • Klukkan 10:00 hefst skólaslitaathöfn og síðasta morgunstund skólaársins í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Foreldrar og aðrir aðstandendur nemenda eru hjartanlega velkomnir á athöfnina. 
  • Eftir athöfnina í íþróttahúsinu verður Grænfáninn dreginn að húni í fimmta sinn.
  • Nemendur fara í sínar stofur og fá afhenta vitnisburði áður en þeir halda í sumarfrí :)