Skipulag 18. nóvember - 1. desember

Hertar aðgerðir vegna veirunnar voru framlengdar til 1. desember. Það eina sem hefur breyst og snýr að skólahaldi er að íþróttir barna eru heimilar. Við ætlum samt ekki að kenna íþróttir samkvæmt stundatöflu meðan á þessu stendur því íþróttakennararnir okkar eru í ákveðnum árgangateymum og ef við tökum þá þar út getum við ekki haldið því skipulagi sem við erum með og þyrftum að skerða skólastarfið meira. Við höfum þó aðgang að íþróttahúsinu og munu nemendahóparnir geta nýtt sér það. Gert verður skipulag þar að lútandi núna í vikunni. Vonandi getum við svo átt grímulausa aðventu í skólanum og notið undirbúnings jólanna.

Sem fyrr er fullur skóladagur hjá 1. - 4. bekk, en hjá eldri nemendum verða eftirfarandi breytingar:

  • Breyting á því hvaða árgangar eru á sama tíma í skólanum (5.-10.bekkur)
  • Tíminn eftir hádegi styttist um 30 mínútur og verður kennslu þá lokið klukkan 15:00.

 

Hér má sjá bréf sem fór heim til foreldra í dag og skipulagið á PDF formi.