Skipulag skóla dagana 20. apríl - 30. apríl

Bætt verður í skólastarf síðustu tvær vikurnar í apríl og munu þá allir árgangar mæta daglega í skólann, annað hvort fyrir eða eftir hádegi. Hver árgangur verður í 3 klukkustundir í senn í skólanum. Nánara skipulag má sjá með því að smella á þennan tengil.