Skólahreysti 2019

Keppt var í Vesturlandsriðli Skólahreysti í síðustu viku og Brekkubæjarskóli sendi einvala lið keppenda til leiks. Keppendur okkar stóðu sig með stakri prýði og leystu sínar þrautir með miklum sóma. Ekki fór þó svo að við kæmumst áfram í þetta sinn en það var Grunnskóli Húnaþings vestra sem fór með sigur af hólmi og komst í úrslit. Lið Grundaskóla lenti í öðru sæti og óskum við þeim til hamingju með þennan flotta árangur.