Skólasetning 22. ágúst

 Brekkubæjarskóli verður settur miðvikudaginn 22. ágúst klukkan 10:00 í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Að skólasetningu lokinni fara nemendur með kennurum sínum í stofur bekkjanna og fá afhentar stundatöflur og önnur þau gögn sem þarf við skólabyrjun.  Foreldrar og aðrir aðstandendur eru hjartanlega velkomnir á skólasetninguna.