Skólastarf fram að jólafríi

Samkvæmt nýjustu sóttvarnarreglum,sem taka gildi 10. desember, verða engar breytingar á reglum um skólastarf.
Við höldum því áfram því skipulagi sem tók gildi mánudaginn 7. desember fram að jólafríi.
Það sem breytist er að nemendur unglingastigs þurfa ekki að vera með grímur og tveggja metra reglan dettur úr gildi fyrir þá.
Síðasti dagur fyrir jólafrí er föstudagurinn 18. desember. Þá eru litlu jólin hjá okkur. Það er ljóst að þau verða ekki hefðbundin. Skipulag litlu jólanna er í vinnslu og við látum foreldra og nemendur vita þegar það er komið á hreint.