Sólin skín á skólalóðinni

Sólin hefur skinið á skólalóð Brekkubæjarskóla – í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Á dögunum skreyttu nemendur úr áttunda bekk ásamt Ruth Rauterberg, verkefnastjóra og rannsakanda, skólalóðina með myndarlegri sól. Auk þess að vera mikið augnayndi gegnir sólin mikilvægu hlutverki í frímínútum nemenda.

„Sólin var hugmynd krakkana sem voru í Draumaskólaverkefni sem þau framkvæmdu á síðasta skólaári.Tilgangur með henni er að hjálpa börnum að finna einhvern til að leika við í Frímó.

Ef þú hefur enginn til að leika við þá getur þú farið á sólina og þá kemur einhver og bíður þér í leik“ segir Ruth Rauterberg sem hefur verið nemendum innan handar í að koma sýn sinni á það hvernig skólastarfi eigi að vera háttað á framfæri.

 Nemendur hafa séð um hugmyndavinnu og framkvæmd þess að koma sólinni í gagnið.

 „Krakkarnir sem áttu hugmyndina (sólarhópurinn) bjuggu líka til fræðsluefni um sólina og hvernig hún virkar, og kenndu það í öllum bekkjunum á yngsta stigi síðasta haust.

Núna fljótlega á að fara aftur í alla yngsta stigs bekkina og rifja upp – og kenna fyrsta bekk.“

 

Í jöðrum sólarinnar eru hin ýmsu orð eins og vinátta, jákvæðni, hjálpsemi og önnur orð sem nemendum þótti mikilvægt að krakkar hefðu í hávegum í leik í frímínútum.

Frábært verkefni sem þessir kláru nemendur unnu að, öðrum nemendum og skólanum öllum til heilla.

 

Sólarhópur, þau Kolbrún, Ragnar, Iðunn, Viktoría og Álfrún ásamt Ruth

Sólarhópur, þau Kolbrún, Ragnar, Iðunn, Viktoría og Álfrún ásamt Ruth