Sóttkví og smitgát í nemendahópum

Eftirfarandi póstur fór heim til foreldra í dag vegna nemendahópa sem eru komnir í sóttkví eða smitgát:

Kæru foreldrar

Upp hefur komið smit nemenda í einum árgangi hjá okkur og eru allir nemendur þar og starfsmannateymið komið í sóttkví.

Einnig er einn starfsmaður veikur og árgangur sem hann kom að er kominn í sóttkví ásamt hluta starfsfólks þess árgangateymis. Að auki er hluti af nemendum annars árgangs kominn í smitgát vegna sama tilfellis.

Við vonum að þetta breiðist ekki meira út og við biðjum ykkur um að fara með börnin ykkar í sýnatöku ef þau eru með minnstu einkenni.

Við vitum ekki betur en að nemendurnir og starfsmaðurinn séu með væg einkenni og við sendum þeim og ykkur öllum hlýja strauma.

Búið er að láta alla sem sóttkvíin eða smitgátin ná til vita.

Bestu kveðjur,

Arnbjörg, Elsa Lára og Vilborg