Starfsmenn kvaddir og útskrift 10. bekkinga.

Það hafa verið margar kveðjustundir í lok þessa skólaárs. Þau Rósa, Kristín, Magnús og Hallbera eru öll að hætta vegna aldurs nú í vor og voru kvödd á hátíðarfundi starfsfólks við skólalok. Þann 4. júní voru svo nemendur  10. bekkjar útskrifaðir við hátíðlega athöfn í sal FVA og má sjá myndir frá þeirri athöfn með því að smella hér.