Sundgarpar

Boðsundskeppni grunnskólanna var haldin í Laugardalslaug í morgun. Þar voru samankomnir um 650 grunnskólakrakkar úr 42 skólum og kepptu í boðsundi fyrir hönd sinna skóla. Keppt var í tveimur aldursflokkum; 5. - 7. bekk og 8. - 10. bekk. Að sjálfsögðu átti Brekkubæjarskóli þátttakendur í báðum aldursflokkum og komumst bæði lið í úrslit. Flottur árangur hjá sundgörpunum okkar!