Tónleikar og hljóðfærakynning í Tónbergi

Í síðustu viku var nemendum í 2. 3. og 4. bekk var boðið á mjög flotta og skemmtilega tónleika í Tónbergi þar sem
skólahljómsveitin spilaði nokkur lög undir stjórn Heiðrúnar Hámundadóttir. Einnig kynntu krakkarnir í hljómsveitinni hljóðfærin sín. Tónleikarnir eru liður í því að vekja athygli á blásturshljóðfærum og skemmtilegri hljómsveit Tónlistarskólans. Vakti kynningin mikinn áhuga og eflaust eitthvað framtíðar tónlistarfólk í salnum.