Upplestrarkeppni grunnskólanna á Akranesi

Í morgun fór fram undankeppni fyrir Upplestrarkeppni grunnskólanna á Akranesi sem fer fram í Tónbergi 10. mars. Allir nemendur 7. bekkjar hafa æft upplestur af miklu kappi frá því í haust og tekið miklum framförum í þeirri list að stíga í pontu og lesa upp fyrir framan áheyrendur.  Eftir strangar æfingar voru 16 bestu lesararnir valdir úr hópnum og þeir reyndu með sér í morgun í salnum. Krakkarnir lásu upp texta í bundnu og óbundnu máli og úr hópnum voru svo valdir þeir 6 sem þóttu standa sig best meðal jafningja. Þau munu mæta í Tónberg ásamt 6 bestu lesurum Grundaskóla og lesa þar upp fyrir gesti í sal. 

Þau sem voru valin til að fara í Tónberg eru:

  • Annika Danielsdóttir Schnell
  • Dalrós Líf Richter
  • Gestur Ólafur Elíasson
  • Natalía Björg D. Binkowska
  • Nikola Jadwizyc
  • Rakel Ósk Ólafsdóttir

Til hamingju krakkar - vel gert!

Myndir frá undankeppninni.