Viðtalsdagur mánudaginn 5. nóvember

Mánudagurinn 5. nóvember er viðtalsdagur og engin hefðbundin kennsla. Nemendur í 10. bekk munu þann dag vera með sölu á vöfflum og kakó í setustofu unglinga milli kl. 8:00 og 14:00 í fjáröflunarskyni fyrir lokaferð sína í maí. Einnig munu óskilamunir liggja frammi á jarðhæð skólans.