Drekameistarar

Á skólasafninu eru tvö lestrarátök sem hafa dafnað vel, annars vegar Herramanna- og Ungfrúalestur og hins vegar Drekalestur. Í báðum tilvikum er lesið sér til ánægju en um leið er hægt að vinna sér inn viðurkenningarskjal eftir kúnstarinnar reglum. Það gerðist nú á haustdögum að tveir nemendur luku við 3. gráðu í Drekalestri hjá okkur og það í sömu vikunni. Þeir eru þeir fyrstu sem ljúka henni í skólanum síðan Drekalesturinn hófst frá upphafi. Til þess að ljúka 3. gráðu þarf að lesa 8 bækur af 15 og hafa lokið 1. og 2. gráðu. Þeir fengu viðurkenningarskjal þar sem kemur fram að þeir eru Drekameistari af 3. gráðu, auk þess fengu þeir drekabókamerki og drekagullpening. Til hamingju strákar!

Myndir - Drekameistarar af 3. gráðu.