Foreldraverðlaun Heimilis og skóla

Mynd fengin af www.heimiliogskoli.is
Mynd fengin af www.heimiliogskoli.is
Í gær voru Foreldraverðlaun samtakanna Heimilis og skóla afhent við hátíðlega athöfn. Meðal þeirra sem var tilnefnd í ár var Tinna okkar Steindórsdóttir sem hefur verið einstaklega öflug í foreldrafélaginu okkar í Brekkubæjarskóla undanfarin ár.
Í umsögn sem fylgdi tilnefningunni segir:
Tinna brennur fyrir góðu samstarfi á milli heimilis og skóla og hvetur foreldra til að sýna skóla barna sinna áhuga og á sama tíma aðhald og stuðning. Tinna hefur setið í stjórn foreldrafélags Brekkubæjarskóla og er í fulltrúaráði Heimilis og skóla. Síðasta vetur fékk Tinna öflugt fólk til liðs við sig úr grunnskólum Akraness og Hvalfjarðarsveitar og stofnaði Ak-Hva foreldrasamtökin. Hún er hvetjandi frumkvöðull sem leggur sig fram og fær aðra með til að leggja sitt af mörkum til þess að börnin okkar geti búið í öruggu, eflandi og þroskandi samfélagi.
Við erum afar stolt af okkar konu og óskum henni innilega til hamingju!