Útskrift árgangs 2006

Árgangur 2006 var útskrifaður úr Brekkubæjarskóla við hátíðlega athöfn 2. júní. Útskriftarnemarnir stigu á svið, héldu ávarp, fluttu tónlistaratriði og tóku við vitnisburðarblöðum sínum.
Starfsfólk Brekkubæjarskóla sendir útskriftarnemum og fjölskyldum þeirra hamingjuóskir með þakklæti fyrir samstarfið síðasta áratuginn.