Fullt skólastarf frá og með 11. janúar

Við hefjum þetta ár full bjartsýni á að veiran sé á undanhaldi og skólastarf geti verið með hefðbundnum hætti til vors. 

Frá og með mánudeginum 11. janúar hefjum við loksins fullt skólastarf að nýju skv. stundaskrá. Hugsanlega gæti þurft að stytta íþrótta- og sundtíma sem og list- og verkgreinar um nokkrar mínútur til að ná að sótthreinsa milli hópa.  

Fjöldatakmarkanir gilda áfram, ekki má vera með fleiri en 50 nemendur og 20 starfsmenn í hverju rými. Víkja má frá fjöldatakmörkunum í anddyrum, á göngum og í matsal. Frá og með mánudeginum geta því allir nemendur farið í hádegismat aftur. Við ætlum þó að takmarka aðeins fjöldann og fara tveir og tveir árgangar í einu í mat. Tímasetningar á matartíma færast aðeins til vegna þessa.  

Gestakomur eru áfram óheimilar í skólann en boða má til funda með foreldrum ef nauðsyn krefur. Við hvetjum ykkur til að vera áfram í góðu sambandi við umsjónarkennara barna ykkar ef eitthvað er. 

Ef einhverjar spurningar vakna hafið þá endilega samband við okkur.